Um síðastliðna helgi (5.-7. okt 2018) var svikapóstur sendur í nafni lögreglunnar. Þessi svikapóstur var dreifileið fyrir óværunni Remcos-shadesoul, sem getur sýkt tölvur sem keyra Windows-stýrikerfið. Þetta forrit, RemcosDetector, getur greint hvort vélin sé sýkt af Remcos-shadesoul-óværunni.
Ef þú fékkst umræddan svikapóst, smelltir á hlekkinn og hlóðst niður viðhengi sem var á svikasíðu sem pósturinn vísaði á, getur þú hlaðið þessu forriti niður og kannað hvort tölvan þín sé sýkt.
Alla jafna mælum við ekki með að viðskiptavinir okkar keyra .exe-skrár beint af netinu. Það sem þetta forrit gerir er að athuga hvort þrjár skrár séu á vélinni þinni. Skrárnar sem um ræðir eru eftirfarandi:
- %userprofile%\AppData\Local\Temp\Windows 93.exe
- %userprofile%\AppData\Roaming\Microsoft\Windows\Start Menu\Programs\Startup\PrivatacyCleanzer.vbs
- %userprofile%\AppData\Roaming\Microsoft\Windows\Start Menu\Programs\Startup\UniMP Softwares.vbs
Ef forritið finnur þessar skrár á vélinni þinni bendum við þér á að hafa samband við viðurkenndan þjónustuaðila.
Um þetta atvik var fjallað mikið í fjölmiðlum.